Fréttir

Dvalarleyfin eru ekki vandamálið | Hjörtur J. Guðmundsson

Tal Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um að taka þurfi á veitingu dvalarleyfa hér á landi í því skyni að taka útlendingamálin fastari tökum er í bezta falli broslegt í ljósi þess að mikill meirihluti þeirra sem komið hafa til landsins á undanförnum árum hafa ekki þurft slík leyfi. Ástæðan er sú að þeir hafa komið frá eða í gegnum önnur ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þaðan sem frjálst flæði fólks er til landsins.
Meira

Íbúum gefst færi á að setja sitt mark á vinnuna

Feykir sagði frá því um helgina að sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefðu ákveðið að kosningar um sameiningu sveitarfélaganna muni fara fram dagana 29. nóvember til 13. desember 2025. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra hvort þetta þýddi að öll vandamálin varðandi sameiningu væru leyst og hægt væri að leyfa fólki að kíkja í pakkann.
Meira

Opið samráð um drög að þjónustustefnu

Nú stendur yfir vinna við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra. Á vef sveitarfélagsins segir að í skjalinu skuli koma fram stefna sveitarstjórnar fyrir komandi ár og þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags.
Meira

Stígurinn upp á Nafir lagfærður

Þau eru mörg og margvísleg verkin sem þarf að vinna. Nú í byrjun september stóðu starfsmenn Þ. Hansen verktaka í ströngu við að endurgera stíginn upp á Nafirnar norðan við heimavist fjölbrautaskólans.
Meira

Rúta brann í Blönduhlíð

Eldur kviknaði í rútu við minnisvarða Hermanns Jónassonar við bæinn Syðri-Brekkur í Blönduhlíð í Skagafirði í gærkvöldi.
Meira

Góður árangur ungra skagfirskra pílukastara á móti á Akureyri

Skagfirskir pílukastarar eru farnir að kasta pílum eftir sumarið. Um helgina fór fram frábært mót á Akureyri, Dartung 3, en það er mótaröð sem ætluð er fyrir börn og unglinga. Sjö keppendur mættu á mótið fyrir hönd PKS, sex strákar og ein stelpa sem öll voru í flokki U14. Krakkarnir stóðu sig allir frábærlega og fóru heim með tvenn verðlaun.
Meira

Bleik grafa á uppboði fyrir Bleiku slaufuna

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér,“ segir Arnar Logi Ólafsson Hólm, framkvæmdastjóri Ljárdals, fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á alls konar vinnuvélum, m.a. smærri gröfum. „Þegar ég var að leita leiða til að gefa til baka eftir góða byrjun hjá fyrirtækinu fæddist sú hugmynd að sérpanta fagurbleika gröfu frá framleiðandanum okkar og bjóða hana upp.“
Meira

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir að flugvél hlekktist á

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að LNV hafi verið látin vita fyrr í dag um að einshreyfils flugvél hafi hlekkst á í lendingu á Blönduósflugvelli. Um borð í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Þeir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg á þessari stundu.
Meira

Miðasala hefst á miðvikudag

Miðasala á jólatónleikana Jólin heima 2025 er að hefjast, en tónleikarnir fara fram í Miðgarði laugardaginn 6. desember. Miðasalan fer fram í gegnum hlekk á feyki.is, og hún opnar miðvikudaginn 17. September kl. 10.
Meira

Nemendur Höfðaskóla í skapandi útikennslu

Nemendur á yngsta stigi í Höfðaskóla tóku þátt í skemmtilegri útikennslu í síðustu viku. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Börnin nutu þess að vera saman úti í náttúrunni þar sem þau lærðu í gegnum leik og sköpun. Kennslustundin hófst á stuttum göngutúr um nágrennið þar sem nemendur söfnuðu efnivið fyrir listasmiðjuna sína.
Meira